Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jarðskjálfti að stærð 3,3 í Bárðarbungu

27.07.2021 - 19:44
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Jarðskjálfti að stærð 3,3 varð í Bárðarbungu nú rétt eftir klukkan sjö, nánar tiltekið klukkan 19:02. Síðan hafa komið nokkrir minni eftirskjálftar en sá stærsti af þeim mældist 2,2. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir skjálftana svipaða þeim sem urðu á sama svæði nú síðast í júní og þar á undan í maí.