Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hertar landamærareglur tóku gildi á miðnætti

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Á miðnætti tóku gildi nýjar og hertar reglur á landamærunum sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir viku.

Nú þurfa ferðalangar til Íslands, Íslendingar og útlendingar, sem eru bólusettir eða þeir sem eru með staðfesta fyrri sýkingu, að framvísa ekki eldra en 72 klukkustunda gömlu neikvæðu Covid-prófi. Þetta getur annaðhvort verið PCR próf eða hraðpróf.  

Þá er þeim tilmælum beint til þeirra sem búsettir eru hér á landi auk annarra sem hafa hér tengslanet að fara í sýnatöku strax eftir komuna til landsins, þó þeir séu einkennalausir.

Óbólusettir þurfa áfram að framvísa PCR-vottorðum sem eru ekki eldri en 72 klst. gömul. Auk þess þurfa þeir áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli skimana.

Börn fædd 2005 eða síðar verða áfram undanþegin öllum aðgerðum á landamærum.