Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Covid-smit í Vinnuskóla Hafnarfjarðar

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Covid-smit er komið upp hjá flokkstjóra innan Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Þetta staðfestir Jón Grétar Jónsson, umsjónarmaður Vinnuskólans í samtali við fréttastofu RÚV. 

Af þessum sökum hafa allir flokkstjórar innan vinnuskólans verið sendir í skimun í þeim tilgangi að gæta fyllsta öryggis þar sem stór hluti ungmennanna sem í vinnuskólanum starfa eru óbólusett.  

í bréfi sem sent var fyrr í dag á aðstandendur barna sem starfa í vinnuskólanum í sumar er fyrst og fremst um varúðarráðstöfun að ræða til að hámarka öryggi barnanna. Af þeim sökum verður engin starfsemi hjá almennum hópum innan Vinnuskólans í Hafnarfirði á morgun, 28. Júlí.  

Jón Grétar tekur fram að engin frekari smitrakning sé í gangi vegna umrædds smits og viðkomandi tengist til að mynda ekki neinum hinna smituðu sem voru í hópi útskriftarnema Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Þá hafi hinn smitaði flokkstjóri ekki verið í samskiptum við nein börn í vinnuskólanum síðan á fimmtudaginn var.

Uppfært kl. 16:10

Smitrakningarteymið hefur haft samband við Vinnuskólann í Hafnarfirði og erum starfsmenn að vinna með teyminu. Umræddur starfsmaður hefur ekki verið við vinnu í þessari viku, að sögn Jóns Grétars, umsjónarmanns Vinnuskólans.