Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bílvelta við Valsheimilið

27.07.2021 - 20:35
Mynd: Bogi Ágústsson / RUV
Bíl valt við gatnamót Bústaðavegar og Flugvallarvegar nú fyrir skömmu. Einn var fluttur á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli hans.

 

Tildrög óhappsins liggja ekki fyrir á þessari stundu og eins er óljóst hvort óhappið nær til eins bíls eða fleiri. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi.

Þó er ljóst að bíll valt af veginum við gatnamót Bústaðavegar og Flugvallarvegar og hafnaði fyrir neðan veginn á göngustíg við mynni undirganga sem liggja undir Bústaðaveginn.

Uppfært kl 21:30

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar liggur ekkert enn fyrir um tildrög slyssins. Ökumaður bílsins var fluttur á slysadeild en óvíst er um meiðsl hans. Mikil mildi þykir að gangandi vegfarendur voru ekki á göngustígnum við undirgöngin þegar bíllinn steyptist niður og skall þar.

 

Mynd með færslu
 Mynd: Bogi Ágústsson - RÚV
Jón Agnar Ólason