Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta með að ákveða skipulag skólahalds síðsumars þar til í ljós kemur hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins hjaðnar eða ekki.

Hinkra fram í ágúst

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að skólayfirvöld, líkt og aðrir, hinkri í tvær til þrjár vikur og ákveði þá hvort ástæða sé til að breyta áformum um fyrirkomulag á starfi grunn- og leikskóla borgarinnar. Hann segir að starfsfólk grunnskóla mæti til vinnu um miðjan ágúst og starfsfólk leikskóla, sem er í sumarfríi, um viku fyrr.

Starfsfólk vel þjálfað að bregðast við

Þá ætti stefna sóttvarnaryfirvalda að vera orðin skýr og ákvörðun, um hvort einhverra breytinga sé þörf, að liggja fyrir. Starfsmenn í grunnskólum og leikskólum séu orðnir vel þjálfaðir í að bregðast hratt við breyttum aðstæðum með skömmum fyrirvara.

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV