Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Hvetja Bandaríkin til að hætta að „skrímslavæða“ Kína

26.07.2021 - 04:36
epa04634304 US Under Secretary of State for Political Affairs Wendy Sherman leaves the hotel, following a bilateral meeting with Iranian Foreign Minister Mohammad Javad Zarif (not pictured) for a new round of Nuclear Iran Talks in Geneva, Switzerland, 23 February 2015. Kerry arrived in Geneva the previous day to push ahead on a nuclear deal with his Iranian counterpart, Mohammad Javad Zarif, as negotiators were faced with increasing pressure. Iran and the six-country group of Britain, China, France, Russia, the US and Germany aim to agree on a framework by then that would curb Iran's civilian nuclear programme and reduce its ability to make nuclear weapons while in return ending sanctions on Iran.  EPA/SALVATORE DI NOLFI
Wendy Sherman, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Mynd: epa
Stjórnvöld í Peking hvetja Bandaríkjamenn til að hætta að „skrímslavæða" Kína og víkja af þeirri röngu braut sem þeir hafi fetað í samskiptum ríkjanna til þessa. Þetta kemur fram í greinargerð kínverska utanríkisráðuneytisins um viðræður aðstoðarutanríkisráðherra stórveldanna, Wendy Sherman og Xie Feng, í Kína í gær. Sherman kom til viðræðna við Xie í borginni Tianjin í gær.

Markmið fundarins er að reyna að komast að einhvers lags grunnsamkomulagi sem komið getur í veg fyrir að samskipti ríkjanna versni enn frekar frá því sem nú er, vegna deilna um mannréttindi, netöryggi, alþjóðaviðskipti, gengismál og fleira.

Alvarlega misráðinn hugsunarháttur og hættuleg stefna

„Von manna er kannski sú, að með því að skrímslavæða Kína geti Bandaríkin á einhvern hátt [...] kennt Kína um eigin, kerfislæga vanda," segir í greinargerðinni um það sem sagt var á fundinum. „Við hvetjum Bandaríkin til að víkja frá þessum afar misráðna hugsunarhætti og hættulegu stefnu." Fullyrt er að Bandaríkin líti á Kína sem „ímyndaðan óvin" og að pattstaða sé uppi í samskiptum ríkjanna sem geti leitt til „alvarlegra örðugleika."

Sherman mun einnig funda með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, áður en hún snýr aftur til Washington. Bandaríska utanríkisráðuneytið lýsti því yfir í síðustu viku að vonir stæðu til þess að á fundunum gæfist tækifæri til að sýna stjórnvöldum í Peking „hvað ábyrg og heilbrigð samkeppni felur í sér í raun" en forðast þó allar deilur.

Sherman er annar háttsetti bandaríski embættismaðurinn sem heimsækir Kína eftir að Joe Biden tók við forsetaembættinu. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjasatjórnar í loftslagsmálum, fór þangað til fundar við kínverskan kollega sinn í apríl.