Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þúsundir flýja skógarelda á vesturströnd Norður-Ameríku

Firefighters from Mexico walk across the tarmac after arriving on a charter flight in Abbotsford, British Columbia, Saturday, July 24, 2021. Ninety-nine firefighters will assist British Columbia as the province deals with hundreds of wildfires burning in the province. They will undergo rapid COVID-19 testing and then be deployed to the interior of the province where they will stay in several bubbles separate from the more than 3,000 firefighters already working.(Darryl Dyck/The Canadian Press via AP)
Um 100 mexíkóskir slökkviliðsmenn eru komnir til Bresku Kólumbíu í Kanada, þar sem þeir munu aðstoða starfsbræður sína við slökkvistörfin næsta mánuðinn eða svo. Mynd: AP
Þúsundir Kaliforníubúa þurfa að eyða helginni í neyðarskýlum fjarri heimilum sínum vegna mikilla gróður- og skógarelda sem hafa logað vikum saman í ríkinu norðanverðu og ekkert lát er á. Sömu sögu er að segja af þúsundum íbúa Bresku Kólumbíu í Kanada, þar sem 5.000 heimili hafa þegar verið rýmd vegna mikillar eldhættu og íbúar 16.000 heimila til viðbótar hafa verið varaðir við því að þurfa að flýja fyrirvaralaust.

Heitt og þurrt veður með hlýjum vindum hefur gert þetta að einu versta gróðureldasumri á vesturströnd Norður-Ameríku í manna minnum. Hundruð stórra og smárra skógarelda loga í vestustu ríkjum og fylkjum Bandaríkjanna og Kanada og er ástandið verst í Kaliforníu og Bresku Kólumbíu.

Mikinn og þykkan reyk leggur af eldunum og hefur hann borist þvert yfir álfuna í svo miklum mæli að loftgæði í stórborgum á austurströndinni hafa spillst.

Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við eldana í báðum löndum og hafa fengið liðsauka víðs vegar að. Ekki veitir af, því veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og þurrki.