Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þórdís í fyrsta og Haraldur í öðru

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd - RÚV
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmaráðs flokksins í dag.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins og ráðherra, skipar fyrsta sætið og Haraldur Benediktsson, þingmaður og núverandi oddviti, er í öðru sætinu.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu fór fram í síðasta mánuði. Flokkurinn fékk tvo menn kjörna í Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum, þau Harald og Þórdísi, sem gáfu bæði kost á sér til forystu nú.

Í aðdraganda prófkjörsins gaf Haraldur í skyn að ekki hann myndi ekki taka sæti á lista flokksins ef hann næði ekki oddvitasætinu, enda væri ekki gott fyrir nýjan oddvita að hafa „þann gamla í aftursætinu“ eins og hann orðaði það.

Svo fór að Þórdís Kolbrún hafði betur í prófkjörinu, en nokkrum dögum síðar gaf Haraldur það út að hann myndi þiggja annað sætið.

Efstu fjögur sætin á listanum eru í samræmi við niðurstöður prófkjörsins.

 

1. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra
2. Haraldur Benediktsson, alþingismaður og bóndi
3. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður
4. Sigríður Elín Sigurðardóttir, júkraflutningakona
5. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, ráðgjafi
6. Örvar Már Marteinsson, skipstjóri
7. Magnús Magnússon, sóknarprestur
8. Lilja Björg Ágústsdóttir, lögmaður og forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar
9. Bjarni Pétur Marel Jónasson
10. Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi í félagsráðgjöf
11. Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti í Vesturbyggð og viðskiptafræðingur
12. Sigrún Hanna Sigurðardóttir, búfræðingur og bóndi
13. Anna Lind Særúnardóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf
14. Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tengils og formaður byggðaráðs Skagafjarðar
15. Guðmundur Haukur Jakobsson, pípulagningameistari og forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar
16. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, viðskiptafræðingur