Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Stonehenge í hættu ef jarðgöng verða að veruleika

25.07.2021 - 22:20
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Einar merkustu fornminjar Bretlands, Stonehenge, eiga á hættu að vera fjarlægðar af heimsminjaskrá Unesco.

Guardian greinir frá þessu.

Stofnunin hefur varað Breta við því að minjarnar fari á sérstakan áhættulista ef staðið verður við áætlanir um gerð jarðgangna fyrir bílaumferð steinsnar frá minjunum.

Aðeins eru nokkrir dagar síðan tilkynnt var að gamli bær Liverpool-borgar hefði hlotið sömu örlög vegna mikilla framkvæmda við árbakka Mersey-ár, og áforma um nýjan leikvang knattspyrnuliðsins Everton.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV