Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

88 greindust með Covid-19 í gær

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
88 greindust með Covid-19 hér á landi í gær. Af þeim sem greindust var 71 fullbólusettur, sem er svipað hlutfall og verið hefur síðustu daga. Í gær voru tekin rúmlega þrjú þúsund sýni samanborið við um 4.500 í fyrradag.

Á miðnætti tóku í gildi reglur sem ætlað er draga úr fjölgun á COVID-19 smitum.  200 manns mega nú koma saman sem jafnframt er hámarksfjöldi í verslunum. Grímuskylda er víða innanhúss þar sem ekki er hægt að koma við eins metra fjarlægð. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar mega taka við 75 prósent hámarksfjölda leyfilegra gesta.  Hámarksfjöldi á íþróttaæfingum er 100 manns en 200 manns mega vera í rými á kappleikjum.  Veitinga- og skemmtistaðir hafa heimild til vera opnir til klukkan 23 og gestir hafa þá klukkustund til að yfirgefa staðinn.