Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tveir starfsmenn og einn sjúklingur með COVID

24.07.2021 - 14:54
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tveir starfsmenn Landspítala og einn sjúklingur voru í gær greindir með COVID-19, að því er fram kemur í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans. Gerð var umfangsmikil rakning og voru tveir sjúklingar og níu starfsmenn settir í sóttkví. Ellefu aðrir starfsmenn voru settir í vinnusóttkví.

Óvænt smit sem þessi, inni á spítalanum, eru verulegt áhyggjuefni nú þegar veiran hefur náð mikilli útbreiðslu og tugir smitaðra eru utan sóttkvíar við greiningu, að því er segir í tilkynningunni. Þar er brýnt fyrir starfsfólki spítalans að fara í skimun ef þeir finna fyrir einkennum.

95 smit voru greind innanlands í gær. Fjórir liggja á spítala með sjúkdóminn og 461 eru í eftirliti hjá COVID-göngudeild, þar af 41 barn.