Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mesta mannmergð á flugvöllum síðan faraldurinn hófst

24.07.2021 - 18:30
epa08520324 Passengers queue up to check in for flights at Stansted Airport London, Britain, 01 July 2020. The UK government is set to announce that it is to form so called 'air bridges' with other countries so that people can go on holiday this summer. The global travel industry has been hit hard by four months of lockdown. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA
Miklar annir hafa verið á flugvöllum á Englandi um helgina, svo miklar að annað eins hefur ekki sést síðan COVID-faraldurinn braust út. Á Heathrow-flugvelli er búist við að um 60.000 farþegar fari af landi brott með flugvél hvern dag um helgina. Milljónir Breta eru nú komnir í sumarfrí frá vinnu og skóla.

Þetta eru þó mun færri farþegar en fyrir faraldurinn. Spánn er vinsælasti áfangastaður Breta og þar á eftir kemur Grikkland.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að sú ákvörðun stjórnvalda að leyfa bólusettum að ferðast til landa sem flokkuð eru sem appelsínugul, hafi virkað hvetjandi á ferðalanga.

Langar raðir voru í innritun og öryggiseftirlit og eitthvað var um að fólk missti af flugferðum vegna þess. Áætlað er að 1.330 flugferðir verði farnar frá Stansted frá föstudegi til mánudags. Sömu helgi í fyrra voru ferðirnar 735.

Ný COVID-bylgja hófst í lok maí í Bretlandi en smitum hefur aðeins fækkað síðustu daga. Síðustu viku hafa að meðaltali greinst tæplega 46.000 smit á dag. 55,2 prósent íbúa á Bretlandi eru fullbólusett gegn veirunni. Öllum takmörkunum var aflétt á Englandi þann 19. þessa mánaðar.