Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Tónaflóð á Höfn í hornafirði

Tónaflóð á Höfn í hornafirði

23.07.2021 - 19:20

Höfundar

Í þetta sinn munu þau Prins Póló, Stefanía Svavarsdóttir, Elísabet Ormslev og Salka Sól trylla lýðinn á Tónaflóði á Höfn í Hornafirði. Tónleikarnir fara fram í beinni útsendingu að vanda og það er um að gera að þenja raddböndin heima í sófa og syngja með.

Tónaflóð um landið heldur áfram í kvöld og klukkan klukkan 19:40 verða tónleikar haldnir á veitingastaðnum Hafinu á Höfn í Hornafirði. Meðal þeirra sem koma þar fram verða Prins Póló, Stefanía Svavarsdóttir, Elísabet Ormslev og Salka Sól.

Sumartónleikar RÚV og Rásar 2 eru haldnir í beinni útsendingu frá öllum landshlutum á föstudögum í sumar þar sem áhersla verður lögð á þekkta íslenska tónlist. Á hverjum stað halda þjóðþekktir gestasöngvarar uppi fjörinu ásamt húsbandinu góða, Albatross. Ferðinni lýkur svo í Reykjavík á Menningarnótt.

Söngbókina má nálgast hér.