Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sækja göngufólk í sjálfheldu á Hafnarfjalli

23.07.2021 - 17:31
Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg - RÚV
Björgunarsveitir á Norðurlandi vinna nú að því að koma göngufólki niður af Hafnarfjalli við Siglufjörð. Útkallið barst um klukkan fjögur í dag en fólkið er í sjálfheldu á fjallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Verkefnastjóri hjá Landsbjörg segir að búið sé að staðsetja fólkið og að björgunarsveitir séu lagðar af stað. 

 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Landsbjörg - RUV