Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Háskóla Íslands sett stefna til 2026

23.07.2021 - 11:25
Mynd: rúv / rúv
Betri háskóli - betra samfélag, er yfirskrift nýju stefnunnar og leiðarljós hennar eru gæði, traust og snerpa. 110 ár eru liðin frá stofnun Háskóla Íslands.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt fyrir skólann að starfa eftir mótaðri stefnu sem taki mið af áskorunum samtímans og framtíðarinnar. Þróun háskóla muni enda skipta sköpum fyrir viðureign samfélaga við þau flóknu viðfangsefni sem heimurinn standi frammi fyrir. 

Jón Atli var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 og sagði frá nýju stefnunni og sýn sinni á framtíð skólans. 

bjornthor's picture
Björn Þór Sigbjörnsson
dagskrárgerðarmaður