Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Gefur auga leið að stórar hátíðir eru út úr myndinni

Mynd: Hjalti Stefánsson / RUV
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að stórar bæjar- og útihátíðir rúmist ekki innan nýrra sóttvarnarreglna sem taka gildi á miðnætti annað kvöld.

Svandís segir undanþágur í reglugerðinni og skipuleggjendur geti sótt um ýmsar undanþágur telji þeir sig geta uppfyllt skilyrði sem rúmast innan nýrra reglna. Það sé þó ekki í myndinni að halda stórar hátíðir. Nýja reglugerðin gildir næstu þrjár vikurnar. „Við erum annars vegar að sjá það að smitin eru miklu meiri heldur en við hefðum viljað sjá en það sem þurfum að sjá betur er það hversu alvarleg veikindin verða og hjá hvað stórum hluta þess hóps sem smitast,“ segir Svandís.