Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló

22.07.2021 - 07:30
Mynd: EPA / EPA
Reiði yfir að hafa ekki fengið viðunandi aðstoð við að vinna úr áfallinu er meðal tilfinninga þeirra sem lifðu af hryðjuverkaárás í Útey árið 2011. Tíu ár eru í dag frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Ósló.

„Þessi salur er tileinkaður versta degi í lífi mínu.“  

Þetta sagði Miriam Einangshaug í viðtali við norska ríkissjónvarpið, NRK. Miriam var í síðustu viku viðstödd opnun sýningar til minningar um þau sem létust í voðaverkunum. Hún var 16 ára þegar árásin átti sér stað. Viðtal við hana sem tekið var daginn eftir árásina má sjá í spilaranum hér að ofan. 

Mynd með færslu
 Mynd: NRK
Miriam Einangshaug lifði af árásina í Útey.

Þegar klukkan var 25 mínútur gengin í fjögur, föstudaginn 22. júlí árið 2011, sprakk bílsprengja í miðborg Óslóar. Allt tiltækt lögreglulið var kallað á staðinn þar sem hundruð særðust og átta létu lífið. Mitt í allri ringulreiðinni ók maðurinn sem stóð fyrir árásinni út úr borginni. 

epa02843549 Extensive damage is evident on one of the government buildings in Oslo, 27 July 2011, a building damaged in the 22 July bomb attack. A rental car used by the Norwegian man charged with last week?s attacks that claimed 76 lives in Norway were an important early lead for police, daily Aftenposten said. Anders Behring Breivik was remanded in custody Monday, for eight weeks, and is to undergo a psychiatric evaluation. He is charged with setting off a car bomb in central Oslo that killed eight people, and shooting 68 people dead at a Labour Party youth camp on Utoya island.  EPA/ALEKSANDER ANDERSEN NORWAY OUT
 Mynd: EPA

Um tveimur tímum síðar hóf hann skotárás á börn og ungmenni í Útey, á samkomustað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hann skaut þar 69 til bana og særði enn fleiri. 

„Við höfðum haldið tónleika kvöldið áður og stemningin var mjög góð. Næsta dag voru 69 úr okkar hópi látin,“ segir Ingvild Lockert, ein þeirra sem lifði af árásina í Útey. 

epa03361175 (FILE) An image taken from a helicopter showing what Norwegian police believes is suspect Anders Behring Breivik (C) carrying a gun, next to several bodies at the Utoya island shore during the 22 July 2011 shooting spree in Norway. Norwegian police could have responded faster, and the perperator of the July 2011 attacks that claimed 77 lives could have been stopped earlier, an independent panel said 13 August 2012. The authorities' ability to protect the people in Utoya island failed, the July 22 Commission said. 'A more rapid police operation was a realistic possibility.' A total of 77 people died in a bomb blast in Oslo and on the Utoya island on 22 July 2011. Anders Behring Breivik, charged with the two attacks on 22 July 2011, is to be sentenced later this month.  EPA/MARIUS ARNESEN NORWAY OUT * IMAGE PARTLY DIGITALLY PIXELIZED BY SOURCE
 Mynd: EPA

Árásarmaðurinn á aðdáendur

Árásarmaðurinn var 32 ára Norðmaður, Anders Behring Breivik. Áður en hann lét til skarar skríða birti hann 1500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu á netinu. Ástæðu árásanna sagði hann baráttu gegn fjölmenningarstefnu og trú hans á því að múslimar væru að taka yfir Evrópu. Breivik fékk þyngsta fangelsisdóm sem norsk lög bjóða upp á, 21 ár. Dóm sem þó verður hægt að framlengja þegar þar að kemur. 

epa08095847 PICTURES OF THE DECADE 

The accused Anders Behring Breivik (R), who bombed government buildings in Oslo and killed 69 people on Utoya island, arrives at the court for his hearing in Oslo, Norway, 06 February 2012.  EPA-EFE/HEIKO JUNGE NORWAY OUT
 Mynd: EPA

Breivik hefur reynt að vekja á sér athygli með ýmsum hætti eftir árásirnar. Hann hefur skipt um nafn og reynt að stofna stjórnmálaflokk. Þrátt fyrir að vera alræmdasti fjöldamorðingi í sögu Noregs fær Breivik árlega hundruð aðdáenda- og ástarbréfa send í fangelsið til sín.

Síðast í fyrradag var slagorð honum til stuðnings krotað á styttu í Holmlía, úthverfi Óslóar. Á styttuna var skrifað á norsku: Anders hafði rétt fyrir sér. Styttan er af Benjamin Hermansen sem var myrtur af þremur nýnasistum í janúar tvö þúsund og eitt, þá fimmtán ára gamall. Morðið vakti þá mikinn óhug, enda spratt það eingöngu af kynþáttahatri. Fjöldi manna fordæmdi skemmdarverkin á styttunni, þar á meðal Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.

Tekist var á um geðheilsu Breiviks fyrir dómstólum. Hann var á endanum metinn sakhæfur og fagnaði að sögn sjálfur þeirri niðurstöðu. 

Mistök lögreglu

Samhugur og fordæming einkenndu fyrstu viðbrögð við árásunum. Þegar Norðmenn höfðu smám saman áttað sig á því sem hafði gerst var farið að skoða verkferla lögreglu. Þar kom í ljós að margt hefði mátt fara mun betur þegar viðbrögð við árásinni voru annars vegar.

Þegar fregnir bárust af mögulegri skotárás í Útey var lögreglulið sent á staðinn. Leiðin sem lögreglumennirnir fóru var þremur kílómetrum lengri en stysta leið að bryggjustæðinu til Úteyjar. Þegar lögreglan komst loks á bát fóru of margir sérsveitarmenn um borð í gúmmíbát sem átti að ferja þá út í eyjuna. Vatn komst um borð og vélinn drap á sér. Þeim til bjargar kom maður sem hafði verið að bjarga ungmennum sem reyndu að komast syndandi frá Útey.

Leiðarvalið og ofhleðslan í bátin tafði til muna komu lögreglu á vettvang og á meðan þrammaði Breivik um eyjuna og skaut á alla sem fyrir voru. 

Sérstök rannsóknarnefnd sem skipuð var til að fara yfir verkferla lögreglu og stjórnvalda komst einnig að þeirri niðurstöðu að yfirvöld hafi brugðist þegar kom að vörnum gegn hryðjuverkum. Engar sérstakar varnir hafi verið til staðar í Osló þrátt fyrir að árið 2004 hafi verið ákveðið að grípa til aðgerða á borð við takmörkun á umferð.  Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að viðbrögð lögreglu hafi verið óskipulögð og ekki í samræmi við margæfðar áætlanir. 

epa02837786 Norway's Prime Minister Jens Stoltenberg (C) visits relatives of 22 July shooting spree victims, gathered at a hotel in Sunvold, Norway, 23 July 2011. A Norwegian man was charged 23 July with carrying out twin attacks that claimed at least 91 lives 22 July, police said. The 32-year-old, that authorities have not identified, was arrested by special forces at the Utoya island, west of the capital Oslo. The death toll at Utoya could rise as police continue to search for victims, Oslo deputy police chief said.  EPA/BJOERN LARSSON ROSVALL SWEDEN OUT
 Mynd: EPA
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs árið 2011.

Mikið mæddi á Jens Stoltenberg, sem gegndi embætti forsætisráðherra Noregs þegar árásirnar voru gerðar. Eftir skýrslu rannsóknarnefndarinnar bað hann þjóð sína afsökunar á að hafa ekki tekist að verja Norðmenn fyrir árásum Breiviks. Í ræðu á Stórþinginu boðaði hann breytingar á löggæslu í náinni samvinnu við herinn, auk þess sem hann boðaði nýja miðstöð fyrir þjóðaröryggi. 

Uppgjör við fortíðina

Miriam Einangshaug, sem minnst er á í upphafi fréttarinnar, segist í dag finna fyrir reiði, bæði vegna þess að hún og fleiri viðstaddir og aðstandendur hafi ekki fengið viðunandi aðstoð við að vinna úr áfallinu. En einnig yfir orðræðu í heimalandinu. 

„Það eru meira að segja stjórnmálamenn í Noregi sem trúa á „Eurabia-kenninguna“ eða aðrar samsæriskenningar, hátt settir stjórnmálamenn,“ segir Miriam. 

„Rætt var um að þetta hefði verið árás á lýðræðið en margir þeirra sem lifðu af hafa sagt að við þurfum að ræða um hvað var í raun ráðist á þennan dag. Það var Verkamannaflokkurinn og æslulýðsdeild hans og mörgum finnst það hafa vantað í umræðuna,“ segir Stine Furan, sýningarstjóri sýningarinnar sem helguð er minningu þeirra sem létust, og þeirra sem lifðu af.

epa03314478 Roses lie on pictures of victims of the terror attacks in Norway in front of the Norwegian embassy in Berlin, Germany, 22 July 2012. One year after the attacks in Olso and on Utoya the SPD, the Young Socialists in the SPD (Jusos) and the Socialist Youth of Germany - Falcons have called for a minute's silence on the anniversary.  EPA/MATTHIAS BALK  EPA/MATTHIAS BALK
 Mynd: EPA
Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV