Magni og Guðrún Árný knúsuðust á Akureyri

Mynd: RÚV / RÚV

Magni og Guðrún Árný knúsuðust á Akureyri

22.07.2021 - 15:13

Höfundar

Leiðin okkar allra, lag Hjálma, var lokalag síðasta Tónaflóðs sem fram fór á Akureyri um helgina. Allir forsöngvarar kvöldsins, Guðrún Árný, Aron Can, Sverrir Bergmann og Magni fluttu lagið og salurinn tók undir. Vasaljós lýstu úr hverjum síma sem fólk sveiflaði á meðan á flutningi stóð.

Tónaflóð um landið heldur áfram á morgun og nú verða tónleikarnir á veitingastaðnum Hafinu á Höfn í Hornafirði. Meðal þeirra sem koma þar fram verða Prins Póló, Stefanía Svavarsdóttir, Elísabet Ormslev og Salka Sól.

Sumartónleikar RÚV og Rásar 2 eru haldnir í beinni útsendingu frá öllum landshlutum á föstudögum í sumar þar sem áhersla verður lögð á þekkta íslenska tónlist. Á hverjum stað halda þjóðþekktir gestasöngvarar uppi fjörinu ásamt húsbandinu góða, Albatross. Ferðinni lýkur svo í Reykjavík á Menningarnótt.

Þú finnur Tónaflóð hér í spilara RÚV.

Tengdar fréttir

Tónlist

Hvernig væri að geta flogið burt?

Tónlist

Glámur og Skrámur rifja upp grimm örlög súkkulaðikóngs