COVID-19 - tíðindi dagsins

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Mikill fjöldi einstaklinga hefur greinst með COVID-19 hér á landi undanfarið. Frá mánaðamótum hafa 236 greinst smitaðir, þar af 213 síðustu vikuna.

Á upplýsingafundi í dag greindi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, frá því að hann hyggist senda inn minnisblað um sóttvarnaaðgerðir innanlands.

Þórólfur sagði að svo virtist sem einhverjir teldu að nóg væri að stöðva faraldurinn hérlendis og þá væri þessu lokið. Sú væri ekki raunin. Hann sagði að ráða þyrfti niðurlögum COVID alls staðar.

Andri Magnús Eysteinsson