Þeir sem fengu Janssen fá líklega aðra sprautu

FILE - This Saturday, March 6, 2021 file photo shows vials of Johnson & Johnson COVID-19 vaccine in the pharmacy of National Jewish Hospital for distribution in east Denver. The European Medicines Agency is meeting Thursday March 11, 2021, to discuss whether Johnson & Johnson’s one-dose coronavirus vaccine should be authorized, a move that would give the European Union a fourth licensed vaccine to try to curb the pandemic amid a stalled inoculation drive. (AP Photo/David Zalubowski, File)
 Mynd: AP
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir að lík­lega muni þeir sem voru bólu­sett­ir gegn Covid-19 með bólu­efni Jans­sen fá aðra sprautu. Mbl.is greindi frá.

 

Þá segir Þórólfur að þeir sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og hafa ekki svarað bólu­efn­inu nægi­lega vel fái líka viðbót­ar­skammt af bólu­efni gegn kórónuveirunni.

Af þessum ástæðum hefur verið ákveðið að halda eft­ir töluverðum skammti af bólu­efni þegar að því kemur að Íslend­ing­ar sendi um­framskammta af bólu­efni til fá­tæk­ari ríkja.

Þórólf­ur seg­ir að líklega muni umræddar viðbót­ar­bólu­setn­ing­ar hefjast þegar heilsu­gæsl­an verður kom­in aft­ur til starfa eft­ir sum­ar­frí.