Samruni á kjötmarkaði

21.07.2021 - 15:00
Mynd með færslu
 Mynd: Karl Sigtryggsson - RÚV/Landinn
Skilyrði fyrir samruna þriggja kjötiðnaðarfyrirtækja á Norðurlandi hafa verið uppfyllt. Fyrirtækin eru Norðlenska, Kjarnafæði og SAH-afurðir (Sölufélag Austur-Húnvetninga).

Sameiningarferlið hefst

Í tilkynningu frá félögunum segir að rekstrarskilyrði hafi versnað undanfarin ár og auk þess hafi orðið samdráttur í kjölfar COVID-19 sem hafi gert stöðuna enn þyngri. 

Samkeppniseftirlitið heimilaði samrunann 12. apríl en samkomulag um samruna fyrirtækjanna þriggja var undirritað nú í júlí. Á þessum tíma hafa stjórnir og stjórnendur félaganna unnið að því að uppfylla þau skilyrði sem þurfti til að heimild fengist fyrir samrunanum og munu nú hefja sameiningarferlið.

Stærra verkefni en lagt var upp með

Einar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, segir að verkefnið sé enn stærra þegar skrifað var undir samkomulag um samruna fyrir rúmu ári. Staða félaganna hafi veikst frá þeim tíma og rekstrarumhverfið þyngst. 

Rúnar Sigurpálsson, stjórnarformaður Norðlenska, segir að næstu vikur og mánuðir fari í að móta framtíðarsýn sameinaðs félags og hefja aðgerðir sem styrkja og bæta reksturinn.

Fyrirtækin þrjú sameinist nú í eitt stórt fyrirtæki sem þjónusti á annað þúsund bændur, stóran hóp viðskiptavina og er með yfir 300 starfsmenn.