Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Leitar stuðnings þjóðar vegna laga gegn hinsegin fólki

21.07.2021 - 10:22
epa08315631 Hungarian Prime Minister Viktor Orban delivers his speech about the current state of the coronavirus during a plenary session in the House of Parliament in Budapest, Hungary, 23 March 2020.  EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI
​​​​​​​Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, boðaði í morgun þjóðaratkvæðagreiðslu vegna nýrra umdeildra laga sem þrengja verulega að réttindum hinsegin fólks í landinu.

Með því vonast hann til að fá stuðning þjóðarinnar, en Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur höfðað mál gegn Ungverjalandi vegna lagasetningarinnar. Í henni felst meðal annars að bannað er að birta myndir af hinsegin fólki í bókum og sjónvarpsefni sem ætlað er yngri en átján ára.

Mannréttindasamtök segja ungversku lögin eiga eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir hinsegin samfélagið í Ungverjalandi. Þau eigi eftir að auka fordóma og útskúfun.

Orban segir ráðamenn ESB í Brussel ráðast á sjálfstæði Ungverjalands með málsókninni.