Kría hættir við þátttöku í úrvalsdeildinni í handbolta

Mynd með færslu
 Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Kría hættir við þátttöku í úrvalsdeildinni í handbolta

21.07.2021 - 17:59
Ekkert verður af því að handboltaliðið Kría leiki í úrvalsdeild karla á komandi keppnistímabili. Kría tryggði sér sæti í Olísdeildinni í fyrsta sinn eftir sigur á Víkingi í umspili í 1. deildinni í vor. HSÍ hefur boðið Víkingi að taka sæti Kríu í úrvalsdeildinni.

Frá þessu er greint á vefmiðlinum Handbolti.is. Þar kemur fram að forsvarsmaður Kríu vilji ekki tjá sig um þessa ákvörðun að öðru leyti en að von sé á fréttatilkynningu á næstu dögum. Kría mun heldur ekki senda lið til keppni í 1. deild, Grill66 deildinni.

Óvissa hefur ríkt um þátttöku Kríu í Olísdeildinni undanfarið enda er liðið án þjálfara og æfingahúsnæðis auk óvissu í leikmannamálum.

Stjórnendur handknattleiksdeildar Víkings íhuga nú hvort þeir þiggi það með svona skömmum fyrirvara að taka sæti í efstu deild. Geri þeir það ekki verður Þór Akureyri annað varalið upp í úrvalsdeild og ÍR það þriðja, að því er handbolti.is greinir frá.

Tengdar fréttir

Handbolti

Kría leikur í úrvalsdeild á næstu leiktíð