Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bresk stjórnvöld þurfa ekki að rökstyðja áhættumat

21.07.2021 - 00:16
epa08397431 Passengers wear masks as they arrive at Heathrow Airport, in Britain, 02 May 2020.  Due to the coronavirus number UK daily flights has fallen and in some routes have been suspended. British Airways' parent company IAG announced it is set to cut up to 12,000 positions. Easyjet has laid off its 4,000 UK-based cabin crew for two months. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA
Bresk stjórnvöld þurfa ekki að rökstyðja hvernig þau fara að því að flokka lönd í áhættuflokka vegna Covid-19. Hæstiréttur landsins komst að þessari niðurstöðu á þriðjudag.

Líkt og víða skipta stjórnvöld í Bretlandi löndum í græn, gul og rauð eftir stöðu faraldursins og gera ólíkar kröfur til ferðamanna eftir því hvaðan er komið.

Ekki liggur þó fyrir hvaða skilyrði eru notuð til flokkunarinnar, sem gerir ferðalöngum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu erfitt fyrir að skipuleggja sig. Þó reyna stjórnvöld að auka fyrirsjáanleikann með því að tiltaka að sum lönd eigi í hættu að færast á milli flokka miðað við þróun faraldursins.

Bresk flugfélög höfðuðu mál á hendur stjórnvöldum og kröfðust aukins gagnsæis við ákvörðunartökuna. Hæstiréttur taldi aftur á móti að með því væru óþarfar byrðar lagðar á stjórnvöld og hætta væri á að þær drægju úr viðbragðsgetu yfirvalda. Því væri þeim ekki skylt að rökstyðja flokkunarkerfið.

Finna má listann á heimasíðu breskra stjórnvalda og má þar sjá að Ísland telst sem grænt land. Þá er Ísland ekki sagt í hættu að færast milli flokka.
 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV