Banaslys í Fljótsdal á Austurlandi

21.07.2021 - 19:13
Mynd með færslu
 Mynd: - - Pexels
Banaslys varð í Fljótsdal á Austurlandi í dag. Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning um konu sem hafði slasast í fjallgöngu í suðurdal Fljótsdals um klukkan 14. Hún lést af völdum áverkanna sem hún varð fyrir.

Lögreglan á Austurlandi fer með rannsókn málsins og veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.