Áfram svipaður taktur í gosinu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mjög dró úr gosóróa síðdegis í gær en hann hófst svo aftur um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Hálftíma síðar tók hraun að renna í nokkrum straumum niður í Meradali.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta vera í takt við hegðun gossins undanfarið. Lítið var um jarðhræringar á svæðinu í nótt.

Bjarki upplýsir að gas muni berast til austurs í dag en í kvöld geti það borist í átt að höfuðborgarsvæðinu um skamma hríð.