Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tjá sig ekki nema staðfesting berist

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Tjá sig ekki nema staðfesting berist

20.07.2021 - 16:07
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið tjái sig ekki, um þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson varafyrirliði karlalandsliðsins hafi verið handtekinn, fyrr en og ef formleg staðfesting kemur um að sú sé raunin. Engin slík staðfesting hafi borist.

Breskir fjölmiðlar sögðu í gærkvöld að leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefði verið handtekinn og yfirheyrður, grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Skömmu síðar staðfesti Everton að leikmaður félagsins sætti rannsókn og hefði verið vikið úr leikmannahópi meðan á henni stæði. Mbl.is sagðist í morgun hafa heimildir fyrir því að leikmaðurinn væri Gylfi Þór Sigurðsson. 

Fjallað er um málið á vef Guardian í dag. Þar, eins og í öðrum breskum fjölmiðlum, er hinn handtekni leikmaður ekki nafngreindur og er það í samræmi við þarlendar reglur. The Guardian hefur eftir Michael Ellis, saksóknara, að opinber umfjöllun og umræða á samfélagsmiðlum geti skemmt fyrir rannsókn og  réttaröryggi. „Allir eru saklausir uns sekt sannast og allir eiga rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ hefur Guardian eftir honum. Ellis segir að tíst eða færsla skrifuð af lítilli dómgreind geti haft mikil áhrif á réttarhöldin, valdið töfum eða í versta falli komið í veg fyrir að hægt sé að tryggja réttlát réttarhöld.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Gylfi sagður vera leikmaðurinn sem var handtekinn

Fótbolti

Everton staðfestir lögreglurannsókn á leikmanni

Fótbolti

Handtekinn grunaður um kynferðisafbrot gegn barni