Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Starfsmaður á Grund með COVID-19

20.07.2021 - 14:14
Mynd með færslu
Grund við Hringbraut. Mynd: RÚV
Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með COVID-19 í gær, mánudag.

Maðurinn vinnur á deild A2 í eystri hluta hússins. Í öryggisskyni hefur verið lokað fyrir heimsóknir til íbúa í austurhúsinu, deildum A1, A2 og A3. Starfsfólk fer ekki út fyrir sína deild og ber allt grímu við vinnu.

Starfsmaðurinn var síðast við vinnu á fimmtudag. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk sé í góðum samskiptum við rakningarteymi almannavarna.

Hann sé þokkalega bjartsýnn á að smitið hafi ekki náð að breiðast út enda séu flestir starfsmenn bólusettir og nokkrir dagar liðnir frá því starfsmaðurinn var síðast við vinnu. Gísli Páll hefur ekki upplýsingar um hvort viðkomandi starfsmaður hafi verið bólusettur.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV