Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Castillo lýstur forseti Perú

20.07.2021 - 01:35
Pedro Castillo, center, celebrates with his running mate Dina Boluarte after being declared president-elect of Peru by election authorities, at his party´s campaign headquarters in Lima Peru, Monday, July 19, 2021. Castillo was declared president-elect more than a month after the elections took place and after opponent Keiko Fujimori claimed that the election was tainted by fraud. (AP Photo/Guadalupe Prado)
 Mynd: AP
Pedro Castillo var í kvöld lýstur réttkjörinn forseti Perú af kjörstjórn landsins. AFP fréttastofan greinir frá. Castillo er 51 árs gamall kennari og var frambjóðandi vinstri manna í kosningunum fyrir sex vikum. Keiko Fujimori, andstæðingur hans í forsetakjörinu, kærði kosningarnar þar sem hún taldi svik vera í tafli.

Rannsókn á þeim ásökunum er nú lokið og viðurkenndi Fujimori ósigurinn í kvöld. Mjög mjótt var á munum í forsetakosningunum. Castillo hlaut 50,12 prósent atkvæða, um 44 þúsund fleiri en Fujimori. 

Fujimori bíður nú seta í dómssal þar sem réttað verður í spillingarmáli gegn henni. Saksóknarar krefjast þrjátíu ára fangelsisvistar fyrir mútuþægni. Hún er sökuð um að hafa þegið talsvert fé af brasilíska verktakafyrirtækinu Odebrecht fyrir forsetaframboð sitt árin 2011 og 2016. Ef Fujimori hefði náð kjöri hefði málinu gegn henni verið frestað þar til hún léti af embætti.