Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Alls greindust 44 ný kórónuveirusmit í gær

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Alls greindust 44 með COVID-19, 38 smitanna eru innanlands. Níu þeirra smituðu voru í sóttkví við greiningu. Verið er að taka saman hve stór hluti er bólusettur en umfangsmikil smitrakning stendur yfir samkvæmt upplýsingum Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna.

Þetta er mesti fjöldi sem greinist á einum degi það sem af er ári. Þann 18. apríl síðastliðinn voru 27 smit innanlands en samkvæmt tölum á vefnum covid.is eru 38 smitanna í gær innanlands. 

Eftir gærdaginn eru 163 í einangrun og 454 í sóttkví. Hæst hlutfall í einangrun er fólk á aldrinum 18 til 29 ára, eða 71 talsins. Vísir greinir frá því að 23 stúlkur á leikskólanum Laufásborg hafi verið sendar í sóttkví eftir að kennari greindist með COVID-19. Allir kennarar skólans eru bólusettir.

Nýgengi innanlandsmita undanfarna fjórtán daga er nú 28,6 og 16,9 á landamærunum. Einn liggur á sjúkrahúsi með COVID-19. 

Fréttin var uppfærð klukkan 11:51.