Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

16% hækkun á vísitölu íbúðaverðs milli ára

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram upp á við og hækkar um 1,4% milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 16%.

Vísitalan var 752,9 stig í júní 2021 og nemur það um 1,4% á milli mánaða. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 5,8%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 10,1% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 16%.

Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár í dag. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir hvernig vegið meðaltal fermetraverðs breytist. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Meðalfermetraverð er reiknað fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Þannig á vísitalan að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma.