Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Slökkvilið brýnir eigendur ferðavagna til varkárni

Mynd með færslu
 Mynd: Markús Þórhallsson - RÚV
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir fólki að huga vel að gas- og rafmagnstengingum í ferðavögnum og hvetur til varkárni. Undanfarinn sólarhring kviknaði í tveimur hjólhýsum en þau voru bæði mannlaus og engin slys urðu á fólki. Hýsin eru bæði ónýt eftir brunana.

Slökkviliðið fór jafnframt í fjórtán sjúkraflutninga tengda COVID-19 undanfarinn sólarhring auk fjórtán forgangsverkefna. Að öðru leyti var sunnudagurinn frekar rólegur að því er fram kemur í tilkynningu slökkviliðsins á Facebook.