Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fólk haldi sig heima vegna skógarelda í Síberíu

19.07.2021 - 01:57
In this grab taken from video released by the Russian Defense Ministry Press Service, an air view of smoke from a forest fire in the republic of Sakha also knows as Yakutia, Russia Far East, Saturday, July 17, 2021. The Russian military has used its heavy-lift transport planes to help douse wildfires in Siberia. The Defense Ministry said Saturday that over the last 24 hours the crew of Il-76 military transport planes dropped water on forest fires in Yakutia in northeastern Siberia. The ministry said that military helicopters also dropped water to extinguish fires and also carried firefighters. (Russian Defense Ministry Press Service via AP)
 Mynd: AP
Íbúar í borginni Jakutsk í Síberíu eru beðnir um að halda sig innandyra og loka gluggum vegna mikils reyks sem leggur yfir borgina frá skógareldum í Síberíu. Yfir tvö þúsund slökkviliðsmenn reyna að ná tökum á þeim 187 skógareldum sem loga í Sakha-Yakutia héraði í norðaustanverðir Síberíu. Flugsamgöngur lágu niðri í Jakutsk í gær vegna eldanna.

Deutsche Welle segir rússnesk yfirvöld hafa leyft skógareldum að loga afskiptalausum á afskekktum svæðum í Síberíu undanfarin ár, þar sem þeir ógna sjaldnast mannslífum. Með hækkandi hita og auknum líkum á eldsvoðum hefur skógareldum hins vegar fjölgað og þeir vakið meiri athygli. 

Yfirvöld segja eldana ná yfir um 900 þúsund hektara landsvæði, sem er á stærð við Vestfjarðakjálkann.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV