Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Teiknarinn á bakvið dönsku Múhammeð-myndirnar látinn

Mynd með færslu
 Mynd: Óþekkt - RÚV

Teiknarinn á bakvið dönsku Múhammeð-myndirnar látinn

18.07.2021 - 17:48

Höfundar

Kurt Westergaard, sem teiknaði hinar umdeildu myndir af Múhammeð spámanni, er látinn. Myndirnar, sem voru tólf talsins, birtust í Jótlandspóstinum árið 2005. Þær urðu kveikjan að einni mestu milliríkjadeilu sem dönsk stjórnvöld hafa staðið frammi fyrir og leiddu til mótmæla og óeirða víða heim.

Lífverðir á vegum dönsku  lögreglunnar gættu Westergaard allan sólarhringinn.  Hann teiknaði meðal annars Múhammeð með sprengju í vefjarhetti.

Fram kemur á vef Berlingske að Westergaard hafi dáið í svefni en hann hafði verið veikur um nokkurt skeið.

Fyrir ellefu árum réðst 29 ára gamall Sómali inn á heimili teiknarans og reyndi að drepa hann með öxi. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi.  

Sama ár voru þrír menn ákærðir í Ósló fyrir að hafa ætlað að fremja hryðjuverk gegn Jótlandspóstinum. Saksóknarar töldu að þremenningarnir hefðu ætlað að myrða Westergaard.

Þá var öryggisgæsla í kringum Jótlandspóstinn hert eftir árás hryðjuverkamanna á franska skopmyndablaðið Charlie Hebdo í París fyrir sex árum. 

 

Tengdar fréttir

Erlent

Westergaard fær afsökunarbeiðni

Erlent

Dæmdur fyrir árás á teiknara

Erlent

Réttarhöld yfir sprengjumönnum

Skopmyndadeila

Politiken biðst afsökunar á mynd