Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Níu greindust innanlands, allir utan sóttkvíar

18.07.2021 - 12:24
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Níu greindust með COVID-19 innanlands í gær, allir voru utan sóttkvíar.  Meirihlutinn var bólusettur en nánari upplýsingar um hlutfall bólusettra meðal hinna smituðu liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Þá greindust sjö kórónuveirusmit á landamærunum í gær. Smitrakning stendur yfir en eftir daginn í gær eru 111 manns í einangrun og 379 í sóttkví. Búast má við að fjölgi í þeim hópi eftir smitrakningu dagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Almannavarna en tölurnar eru bráðabirgðatölur. 

Almannavarnir minna alla, bólusetta sem óbólusetta, á að fara í sýnatöku finni þeir fyrir minnstu einkennum.