Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Frakkar banna tætingu og aflífun karlkyns unga með gasi

18.07.2021 - 15:48
epa04881919 A picture made available on 13 August 2015 shows chicks at an industrial chicken farm in Hai Phong, Vietnam, 12 August 2015. The European Union and Vietnam have reached a preliminary agreement on a free trade deal, a top EU official said on 04 August, as hopes are high that it will bolster investments and jobs. The agreement, which has been under negotiation for two and a half years, will pave the way for the removal of 'almost all' tariffs on goods, EU Trade Commissioner Cecilia Malmstrom said. Last year, the trade in goods between the EU and Vietnam surpassed 28 billion euros (31 billion dollars), according to the European Commission.  EPA/DUC THANH
 Mynd: epa
Bannað verður að farga karlkyns kjúklingum í alifuglarækt í Frakklandi frá og með fyrsta janúar á næsta ári. Julien Denormandie  landbúnaðarráðherra Frakklands greindi frá þessu í dag. Dýraverndarsinnar hafa árum saman barist fyrir þessari breytingu.

 

Tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2009 heimilar tætingu unga yngri en þriggja daga gamalla, svo lengi sem þeir drepist samstundis. Andstæðingar segja þetta ónauðsynlega grimmd og leggja áherslu á að betri leiðir verði fundnar til að kyngreina unga í eggjum.  

Á hverju ári eru um 50 milljónir karlkynsunga aflífaðir skömmu eftir að þeir klekjast út. Yfirleitt er þeim hent beint í tætara eða þeir eru aflífaðir með gasi. Þetta er gert vegna þess að þeir verpa ekki og verða ekki eins stórir og kvenfuglar. 

„Frá 1. janúar 2022 verða öll alifuglabú að hafa sett upp eða pantað vélar til að greina karlkynsunga áður en þeir klekjast,“ segir Denormandie í viðtali við Le Parisien. „2022 verður árið sem tæting og aflífun karlkyns unga með gasi verður hætt í Frakklandi.“

Bændur segja enga hagkvæma eða praktíska leið hafa fundist til að kyngreina unga áður en þeir klekjast úr eggi í stórum búum.

Franska ríkið veitir bændum fjárhagsaðstoð til kaupa á búnaðinum.

Þýsk stjórnvöld greindu frá því fyrr á þessu ári að aflífun karlkyns unga yrði hætt þar í landi á næsta ári en hætt var í fyrra að tæta karlkyns unga í Sviss. Þar eru þeir þó enn aflífaðir með gasi. 
 

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV