Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Eldur í hjólhýsi á Vesturlandsvegi

Mynd með færslu
 Mynd: Sigríður Dögg Auðunsdóttir - RÚV
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að eldur kviknaði í hjólhýsi á Vesturlandsvegi við Korputorg. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn að sögn varðstjóra slökkviliðsins. Hjólhýsið er hins vegar ónýtt og verður ekki notað meir.

Slökkviliðsmenn eru að ljúka störfum á vettvangi áður en hjólhýsið verður fært á brott. Engin slys urðu á fólki.

Þetta er annað hjólhýsið sem kviknar í á höfuðborgarsvæðinu í dag. Seinni partinn kviknaði í hjólhýsi við Smiðjuveg.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV