Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bera slasaða konu niður Jökultungur

18.07.2021 - 16:42
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli auk hálendisvaktar voru kallaðar út um tvöleytið í dag vegna konu sem er talin vera fótbrotin efst í Jökultungum. Þær eru á gönguleið Laugavegar, nánar tiltekið á milli Álftavatns og Hrafntinnuskers.

Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að verið sé að koma konunni rólega niður Jökultungur. Reikna má með að aðgerðin taki tvær til þrjár klukkustundir í viðbót en brekkan er snarbrött og erfitt er að bera börur þar niður. Hún verður síðan flutt til byggða með sjúkrabíl.