Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Grótta lokuð til mánaðamóta til verndar fuglalífi

17.07.2021 - 11:46
Mynd með færslu
 Mynd: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir - RÚV
Lokað verður fyrir umferð gesta út í Gróttu í Seltjarnarnesbæ fram til mánaðamóta. Með lokuninni á að verja fuglavarp. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun tekur lokunin gildi eftir helgi.

Grótta er skilgreind sem friðland og því er umferð óviðkomandi fólks bönnuð frá 1. maí til 15. júlí. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að mikilvægt þyki að hafa lokað áfram því hætta sé á verulegri röskun á fuglalífi ef svæðið verður opnað. Grótta sé vinsælt útivistarsvæði og því mikilvægt að bregðast við sem fyrst. 

Þetta er annað árið í röð sem lokun Gróttu er framlengd út júlí. 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV