Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tíu innanlandssmit og helmingur utan sóttkvíar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ljósmynd
Tíu greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Fimm þeirra eru utan sóttkvíar og fullbólusettir samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Leita þarf aftur til 28. apríl að tíu innanlandssmit greindust síðast.

Sjö smit greindust á landamærunum. Smitrakning stendur yfir að fullum krafti að Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna. Nýgengi síðustu 14 daga er nú 6,3 innanlands.

Hún segir að fréttir undanfarinna daga verði til þess að fólk að mæti frekar í sýnatöku en 1.591 mætti í gær. Aðeins 394 sýni voru tekin á landamærum en almannavarnir hvetja alla, bólusetta sem óbólusetta að mæta í sýnatöku finni þeir fyrir minnstu einkennum.

Nú eftir fréttir hefst upplýsingafundur almannavarna, sá fyrsti síðan 27. maí þar sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála. 

 
markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV