Listræn ungmenni gæddu miðborgina lífi

Mynd: RÚV / RÚV

Listræn ungmenni gæddu miðborgina lífi

15.07.2021 - 21:09

Höfundar

Síðdegis í dag mátti sjá furðuverur, fima dansara og listafólk víðs vegar um miðborg Reykjavíkur þegar uppskeruhátíð listhópa og Götuleikhúss Hins hússins fór fram.

Í sumar hafa alls 16 listhópar, ásamt Götuleikhúsinu, starfað á vegum Hins hússins. Þar hefur ungt listafólk unnið að hinum ýmsu verkefnum og í dag sýndu þau afraksturinn. Meðal þess sem bar fyrir augu tökumanns RÚV, þegar hann fór á stúfana í miðborginni í dag, var danspartý á Austurvelli, risastórt fjall á Ingólfstorgi og lifandi gínur klæddar endurnýttum fatnaði sem stilltu sér upp í búðarglugga. Í spilaranum hér að ofan má sjá hluta af verkum listafólksins unga og hlýða á fagran söng.