Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bolsonaro gæti þurft í aðgerð vegna þráláts hiksta

15.07.2021 - 01:05
epa09343165 The President of Brazil, Jair Bolsonaro, speaks during the sanction ceremony of the Eletrobras Capitalization Law, at the Planalto Palace in Brasilia, Brazil, 13 July 2021. Bolsonaro sanctioned with some vetoes the Provisional Measure that regulates the privatization process of the state giant Eletrobras, the largest electricity company in Latin America, according to the Official Gazette of the Union published on 13 July.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gæti þurft að fara í skurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir þrálátan hiksta. Bolsonaro kvartaði opinberlega yfir því undanfarna daga að hann hafi ekki hætt að hiksta allt frá því hann fór í aðgerð hjá tannlækni þann þriðja þessa mánaðar. 

AFP fréttastofan hefur eftir stjórnvöldum að hann hafi fyrst verið fluttur á herspítala í höfuðborginni Brasilíu, en hann verður fluttur á sjúkrahús í Sao Paulo þar sem frekari rannsóknir verða gerðar. Hann er sagður bera sig vel og við góða heilsu.

Ef hann verður sendur í skurðaðgerð verður það sú sjöunda síðan hann var stunginn í kviðinn í kosningabaráttunni árið 2018. Fyrrverandi flokksmaður PSOL-flokksins, klofningsframboðs úr Verkamannaflokknum, stakk hann þá. Bolsonaro skrifaði sjálfur á Twitter að þetta væri enn ein áskorunin sem væri tengd morðtilrauninni árið 2018, „þegar fyrrverandi flokksmaður PSOL, vinstri arms Verkamannaflokksins, reyndi að koma í veg fyrir sigur milljóna Brasilíumanna sem vildu breytingar í Brasilíu."

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV