Blása lífi í gömul torfhús

Mynd: RÚV / Þorvaldur P. Hjarðar

Blása lífi í gömul torfhús

15.07.2021 - 14:06

Höfundar

„Allt er eins upprunarlegt og hægt er,“ segir Þorvaldur P. Hjarðar, landeigandi í Hjarðarhaga. Þar hefur staðið yfir endurgerð á gömlum torfhúsum sem gestir geta fengið að skoða.

Rétt við þjóðveginn í Jökuldal er að líta leiftur frá liðnum öldum. Á bænum Hjarðarhaga standa enn þá tvö gömul útihús og fjárhús úr torfi sem hafa verið gerð upp. Húsin eru það sem eftir stendur af sjö húsa þyrpingu en húsin voru fjarlægð árið 1970 til að rýma fyrir hringveginum. Þessi hún voru hins vegar í notkun til 1980. Fjárhúsin í Hjarðarhaga eru opin gestum og gangandi sem vilja skreppa aðeins aftur í tímann. 

„Allt er eins upprunarlegt og hægt er að vera,“ segir Þorvaldur P. Hjarðar, landeigandi í Hjarðarhaga á Jökuldal, en Húsafriðunarsjóður Minjastofnunar hefur verið að styrkja verkefnið og fylgjast þau með að allt sé gert almennilega.  

Til þess að ná efniviðnum í þessum gamla stíl er notast við gamla símastaura og burðarvirki frá RARIK, grjótið sé endurnýtt og torfi bætt við.  

Við endurbyggingu torfhúsanna þarf að miða við að húsin standi næstu 100 árin. „Það þýðir ekkert að fara af stað með neitt bráðarbirgða,“ segir Þorvaldur en huga þau því vel að byggingunni.  

Sumarlandinn verður á flakki í sumar og hittir landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Sumarlandinn leitar uppi áhugaverða viðburði og skemmtilegar sögur. Sumarlandinn tekur líka lagið ef vel liggur á honum. 

Tengdar fréttir

Mannlíf

Sefur undir björtum himni allar nætur

Mannlíf

„Ég hafði svolítið af þessu í hendinni“

Mannlíf

Framtíðin er í skógrækt

Mannlíf

„Við eigum svo glæsilegar sundlaugar“