Björgunarsveitir sækja fólk í Kerlingarfjöll

14.07.2021 - 14:22
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður K. Þórisson - RÚV
Björgunarsveitarfólk af Suðurlandi er nú á leið að skálanum Klakki undir Kerlingarfjöllum. Þar eru tveir fullorðnir einstaklingar ásamt tveimur börnum sem hafa beðið um aðstoð. 

Fólkið hafði ætlað sér að ganga umhverfis Kerlingarfjöll, um 50 km leið, en þau treystu sér ekki lengra. Rysjótt veður er á svæðinu og ár sem þarf að vaða orðnar farartálmi.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að fólkið bíði björgunarfólks í skálanum. 
 

 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV