Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Neyðarlög vegna COVID-19 framlengd í Perú

12.07.2021 - 00:52
epa09212446 Health personnel in charge of vaccination against covid-19 arrive at 'Cerro El Agustino' district after being taken to the place by motorcycle taxi, in Lima, Peru, 14 May 2021 (issued 19 May 2021). Mototaxis beyond being for many the means to reach the vaccines, have taken on the role of transporting health personnel that are part of the immunization campaign against covid-19, bringing the doses to the elderly who live on the top of the hills and cannot travel to the vaccination sites.  EPA-EFE/Paolo Aguilar
 Mynd: epa
Stjórnvöld í Perú hafa framlengt neyðarlög vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar, sem heimila þeim að grípa til margvíslegra takmarkana og tilskipana til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19.

Bráðabirgðastjórn er við völd í landinu þar sem enn hefur ekki tekist að skera endanlega úr um það, hvort vinstrimaðurinn Pedro Castillo eða hægrikonan Keiko Fujimori fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í byrjun júní.

Sjá líka: Dánartíðni vegna COVID-19 hvergi hærri en í Perú

Bráðabirgðastjórnin, með Francisco Sagosti í forsæti, tilkynnti að neyðarlögin, sem áttu að gilda út þennan mánuð, muni gilda til ágústloka. Þetta þýðir meðal annars að útgöngubann um nætur, sem verið hefur í gildi í Perú frá því í mars í fyrra, helst óbreytt enn um hríð. Yfir tvær milljónir hafa smitast af COVID-19 í Perú svo staðfest sé og 193.000 dauðsföll hafa verið rakin til sjúkdómsins.