Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Miðalausar bullur ryðjast inn á Wembley

epa09337978 England supporters throw a tree as they gather in Leicester Square near Trafalgar Square before the UEFA EURO 2020 Final, in London, Britain, 11 July 2021. England will face Italy in the UEFA EURO 2020 Final soccer match at Wembley Stadium in London on 11 July 2021.  EPA-EFE/JOSHUA BRATT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Miðalausar bullur ryðjast inn á Wembley

11.07.2021 - 17:59
Fjöldi manns hefur ruðst gegnum járngirðingar fyrir utan leikvanginn þar sem úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta fer fram klukkan 19:00 í kvöld. Myndskeið á samfélagsmiðlum sýna algera ringulreið við innganga leikvangsins.

Ljóst er að gæslufólk fyrir utan Wembley-leikvang hefur enga stjórn á aðstæðum og hundruð manna hafa sparkað sér leið gegnum girðingar og ruðst fram hjá vörðum sem mega sín einskis gegn margnum. 

Bullurnar hafa þannig komist inn á vallarsvæðið en gæsluaðilar segja engan hafa komist inn á sjálfan völlinn. Eftirvænting sumra stuðningsmanna enska landsliðsins virðist því vera við að sjóða upp úr þótt leikurinn sé enn ekki hafinn.

Sjónarvottar segja ástandið á Leicester-torgi síst skárra. Þar er mikill fjöldi enskra stuðningsmanna kominn saman og hafa flestir verið að sumbli frá því snemma í dag.

Tengdar fréttir

EM í knattspyrnu

Óttast hópsmit eftir úrslitaleikinn á EM

Fótbolti

Ástæða til að hafa áhyggjur af ofbeldi í kvöld