Fyrsti Wimbledon titill Asleigh Barty

epa09335746 Ashleigh Barty of Australia kisses the trophy after winning her women's final match against Karolina Pliskova of Czech Republic at the Wimbledon Championships, Wimbledon, Britain 10 July 2021.  EPA-EFE/NEIL HALL   EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Fyrsti Wimbledon titill Asleigh Barty

10.07.2021 - 16:10
Hin ástralska Ashleigh Barty vann Tékkann Karolínu Plíšková í úrslitaleik í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu í tennis í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Barty vinnur mótið og annar risatitill hennar á ferlinum.

Ashleigh Barty er í efsta sæti heimslistans en Karolína Plíšková er í því þrettánda. Plíšková hafði fyrir mótið ekki unnið risamót í tennis en þó farið einu sinni í úrslit. Barty vann hins vegar Opna franska meistaramótið árið 2019. Hvorug þeirra hafði því unnið Wimbledon og ljóst að nýr meistari yrði krýndur í dag. 

Barty byrjaði af miklum krafti á meðan Plíšková var lengi í gang. Barty hafði betur í fyrsta setti 6-3 en í öðru setti var spennan meiri og eftir upphækkun var það Plíšková sem hafði betur 6-7 (4-7). Það var aðeins annað settið á mótinu sem Barty tapaði og þau urðu ekki fleiri af því hún hafði betur í þriðja settinu 6-3 og þar með sigur. 

Í viðtali eftir viðureignina segist Barty ekkert muna eftir sigurstiginu en tilfinningin hafi auðvitað verið stórkostleg. „Ég svaf ekki mikið í gær en þegar ég kom út á völlinn þá leið mér eins og ég væri heima,“ bætti hún við.