Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

17 kólumbískir hermenn meðal tilræðismanna

epa09332671 Police officers guard a group of suspects of having participated in the assassination of the Haitian President, Jovenel Moise, in Port-au-Prince, Haiti, 08 July 2021. The Haitian National Police reported that so far six people were arrested for their alleged involvement in the assassination of President Jovenel Moise, and four others have been killed. Three of the four assailants who died were foreigners, said Police Director General Leon Charles, who did not provide further information about their nationality.  EPA-EFE/Jean Marc Herve Abelard
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Talið er að minnst 17 fyrrverandi hermenn úr Kólumbíuher hafi verið í hópi 26 grunaðra, kólumbískra málaliða, sem réðu Haítíforseta af dögum á miðvikudag, ásamt tveimur bandarískum ríkisborgurum af haítískum ættum. Jorge Luis Vargas, ríkislögreglustjóri Kólumbíu, greindi frá þessu á fréttamannafundi á föstudag.

Vargas sagði tvo þeirra þriggja meintu tilræðismanna sem féllu í átökum við lögreglu í Port-au-Prince og fimmtán þeirra sem handteknir voru „að líkindum hafa verið í kólumbíska hernum“ en munstrað sig úr honum á árunum 2018 - 2020.