Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

COVID-19 geisar heitar í S-Kóreu en nokkru sinni fyrr

09.07.2021 - 05:34
epa09330717 A medical worker (L) takes a sample from a man at a makeshift COVID-19 testing station in Seoul, South Korea, 08 July 2021. The Korea Disease Control and Prevention Agency (KDCA) said on 08 July that the number of coronavirus infection cases rose 1,275, including 1,227 local infections, raising the total caseload to 164,028.  EPA-EFE/JEON HEON-KYUN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa boðað harðari aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar en nokkru sinni fyrr, þar sem fjöldi staðfestra smita hefur rokið upp úr öllu valdi í höfuðborginni Seúl og nærsveitum. Fjöldi nýrra smita hefur verið slíkur að undanförnu „að það verður ekki kallað annað en fullkomið neyðarástand," segir forsætisráðherrann Kim Boo-Kyum.

1.316 greindust með COVID-19 í Suður-Kóreu í gær og hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring frá upphafi heimsfaraldursins. Nýju reglurnar taka gildi á mánudag og eiga að gilda í tvær vikur hið minnsta. Þær fela meðal annars í sér afar strangar samkomutakmarkanir sem kveða á um lokun allra skóla landsins og bann við því að fleiri en tvö komi saman eftir klukkan 18.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV