Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Helmingur skimana framkvæmdur með hraðprófum hérlendis

08.07.2021 - 12:53
epa08643808 A paramedic places nasal swab sample into a container for Rapid Antigen test of government employee for COVID-19 in Srinagar, the summer capital of Indian Kashmir, 03 September 2020. The administration has started conducting Covid-19 test of the employees in the government offices.  EPA-EFE/FAROOQ KHAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Með vaxandi fjölda ferðamanna eykst aðsókn í skimun en víða er krafist neikvæðrar niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. Það eru þá ýmist hraðprófin, sem tekin voru í notkun í síðasta mánuði, eða PCR-próf.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að mjög vel hafi gengið að skima á Suðurlandsbraut. Hraðprófin eru nú komin upp í helming allra skimana á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Niðurstöður úr slíkum prófum liggja fyrir á um klukkustund. 

„Skimanirnar hafa gengið mjög vel og núna er um það bil helmingur þeirra ferðamanna sem eru að fara frá landinu sem koma til okkar í hraðpróf en svo er hinn helmingurinn eftir sem fer í PCR próf, “ segir Ragnheiður Ósk. 

Hraðprófin létta undir með Landsspítalanum

Tilkoma hraðprófanna hafi þá létt undir með Landsspítalanum þar sem þau þarf ekki að greina á rannsóknarstofu eins og PCR-prófin. En allir sem koma hingað til lands án bólusetningavottorðs eða vottorðs um fyrri sýkingu þurfa að gangast undir PCR-skimun. Því má ætla að 

,,Fjölgunin er alveg töluverð. Við erum búin að vera með hraðprófin frá mánaðamótum og við sjáum alveg að það er aukning á ferðafólki.  Og við sjáum líka oft fjölgun nær vikulokum. Þá er fólk að fara úr landi. Þannig þetta er alveg töluverður fjöldi sem fer þarna í gegn á hverjum degi, “ segir Ragnheiður Ósk.